Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 08:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í tengslum við forsendur lífskjarasamninganna og mat á því hvort þær séu brostnar eða ekki. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. Þetta staðfestir hún í samtali við Vísi en segir ekki liggja fyrir hvenær fundurinn fer fram. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það sé ljóst að ef það stefni í átök á vinnumarkaði þá sé það mikið áhyggjuefni í þeirri stöðu sem blasir við í samfélaginu vegna faraldursins og afleiðinga hans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að efnahagslegar forsendur fyrir kjarabata launþega væru foknar út í veður og vind. Kanna þyrfti hvort nauðsynlegt væri að fresta launahækkunum. Aðspurð hvort það sé ekki afstaða stjórnvalda að forsendur kjarasamninga séu brostnar segir Katrín við Morgunblaðið að sé aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli: „Það liggur algjörlega fyrir að hvað stjórnvöld varðar þá teljum við okkur hafa staðið við allar þær yfirlýsingar sem við gáfum í tengslum við kjarasamninga. Við höfum lagt áherslu á það, að allt það sem við gáfum yfirlýsingu um hefur annaðhvort gengið eftir á samningstímanum eða er í vinnslu. En síðan er það auðvitað aðilanna sjálfra að meta forsendurnar sín á milli.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira