Trump ætlar að tilnefna Barrett til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 23:25 Amy Coney Barrett verður tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna á morgun af Donald Trump Bandaríkjaforseta. AP/Rachel Malehorn Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þetta staðhæfir New York Times og aðrir miðlar vestanhafs og segja að tilnefningin verði tilkynnt á morgun, laugardag. Barrett mun taka sæti Ruth Bader Ginsburg sem féll frá fyrir viku síðan. Barrett er talin íhaldssöm en Ginsburg var einn frjálslyndari dómara í Hæstarétti. Verði Barrett staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings verða dómarar sem eru íhaldssamir sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Barrett hefur frá árinu 2017 setið sem dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis sem Trump tilnefndi hana til. Fram að því hafði hún verið lögfræðingur við Notre Dame-háskólann. Stuðningsmenn Barrett og Trumps skrifa á skiltin að þau „elski“ Barrett og biðla til forsetans að velja Barrett.Getty/Paul Hennessy Þriðja tilnefning Trumps Demókratar hafa brugðist illa við fyrirhugaðri tilnefningu forsetans og telja þeir, og einhverjir þingmenn Repúblikana, of stutt í forsetakosningar til þess að viðeigandi sé fyrir sitjandi forseta að tilnefna nýjan hæstaréttardómara. Hingað til hefur viðmiðið verið það að nýr dómari skuli ekki tilnefndur á kosningaári. Í febrúar 2016 féll hæstaréttardómarinn Antonin Scalia en þá voru átta mánuðir í forsetakosningar. Mitch MacConnell forseti öldungadeildarinnar, var einnig forseti hennar árið 2016 og stöðvaði hann atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta, vegna þess hve stutt væri í kosningar. Nú eru aðeins tæpir tveir mánuðir í forsetakosningar en McConnell hefr heitið því að leggi Trump fram tillögu við öldungadeildina muni atkvæði verða greidd um hana. Beitir „upprunalegri“ túlkun á stjórnarskrána Amy Corrett Barret, 48 ára gömul, yrði þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Neil Gorsuch var skipaður dómari árið 2017 og Brett Kavanaugh árið 2018. Dómarar við Hæstarétt eru skipaðir ævilangt og geta dómar sem falla hjá dómstólnum mótað opinbera stefnu, allt frá byssulöggjöf að kjörgengislögum og lögum um þungunarrof. Barrett er kaþólsk og hafa sögusagnir um tilnefningu hennar vakið upp umræðu en hún þykir eins og áður segir íhaldssöm. Aðgerðahópar um þungunarrof vestanhafs hafa lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var 1973, sem er gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni, eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Það gengur út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu texta sem var skrifaður fyrir meira en tveimur öldum síðan. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira