Konur stjórnarformenn í einungis fjórðungi félaga í eigu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 27. september 2020 22:00 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir þurfa að gera betur í þessum málum. Vísir/Vilhelm Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn. Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Konur gegna stjórnarformennsku í einungis um fjórðungi þeirra félaga sem eru í eigu ríkisins. Fjármálaráðherra hvetur þá sem fara með skipunarvald til að huga að þessu og stefna að því að jafna hlut karla og kvenna. Samkvæmt nýjum tölum um ríkisfélög sem teknar hafa verið saman í því skyni að auka gagnsæi um reksturinn hallar nokkuð á konur á stjórnum þeirra. Ríkið á alfarið eða ráðandi hlut í þrjátíu og sjö félögum. Karlar eru í meirihluta í stjórnum 26 félaga. Í heildina verma karlmenn 55 prósent stjórnarsæta en konur 45%. Í fæstum ríkisfélögum gegna konur stjórnarformennsku, eða einungis í 11 af 37. „Í stjórnarformennskum finnst mér að við þurfum að gera betur og vera með jafnari hlutföll. Heilt yfir varðandi stjórnarsetuna er þetta skárra en þá má enn gera betur þar líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Arfleifð fyrri tíma Bjarni telur að jafna þurfi hlutfallið. „Með því að taka þetta saman á einn stað gefum við öllum þeim sem koma að slíkum skipunum tilefni til að íhuga hvort þeir geti ekki lagt eitthvað af mörkum svo að við náum betur markmiðum okkar,2 segir Bjarni. „Og það verður hins vegar ekki gert nema að hver og einn sem fer með skipunarvaldið taki það til sín hverju sinni.“ Hlutfall kvenna í stjórnarsætum er sambærilegt og það var meðal forstöðumanna ríkisstofnana í fyrra, þá fóru konur fyrir 42 prósentum þeirra. Mun fleiri konur en karlar starfa þó almennt hjá ríkinu, og eru þær um tveir þriðju hlutar alls starfsfólks ríkisins. Hlutur kvenna hefur þó farið vaxandi á síðustu árum. „Ég myndi halda að þetta væri að hluta til einhver arfleifð frá fyrri tíma en ég tel að þetta sé að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð þar sem upphafleg fyrirsögn um að konur væru stjórnarmenn í fjórðungi félaga í eigu ríkisins var ekki rétt. Hið rétta er að um er að ræða stjórnarformenn.
Jafnréttismál Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira