Funda í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 09:18 Stjórnvöld funda með Samtökum atvinnulífsins í morgun. Vísir/vilhelm Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Fundað verður í ráðherrabústaðnum fram að hádegi vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins eiga fund með stjórnvöldum klukkan níu. Til stendur að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um hvort rifta eigi lífskjarasamningum í dag. SA og Alþýðusamband Íslands greinir á um hvort forsendur lífskjarasamninga sem undirritaðir voru í fyrravor séu brostnar. Samkvæmt könnun Maskínu sem lögð var fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA telja ríflega 90 prósent þeirra ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun sitja fundi í ráðherrabústaðnum fram eftir morgni vegna stöðunnar sem upp er komin á vinnumarkaði. Þá mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ráðherrabústaðinn í morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA staðfestir í samtali við Vísi að samtökin eigi fund með stjórnvöldum klukkan níu. Líkt og áður segir stendur til að aðildarfyrirtæki SA greiði atkvæði um mögulega riftun á lífskjarasamningum síðdegis í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á að liggja fyrir á morgun. Verði uppsögn samningsins samþykkt, og samkomulag ekki náðst fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, hyggjast SA segja samningnum upp. Halldór Benjamín sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að viðræður samtakanna við ASÍ hafi engu skilað. Ábyrgðin liggi nú hjá SA og stjórnvöldum. „Ég get ekki betur séð en að þeir aðilar séu báðir ásáttir um það að reyna til þrautar að finna lausn sem mildar þetta högg,“ sagði Halldór Benjamín. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að SA hafi viljað byrja allar umræður á þeim forsendum að komast hjá því að standa við kjarasamningana. Það væri eitthvað sem verkalýðshreyfingin gæti ekki tekið þátt í.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14 „Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02 Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Alþýðusambandið „sé á góðri leið með að stimpla sig út úr vitrænni umræðu um efnahagsmál“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir samtökin nú sitja ein að viðræðum við stjórnvöld um næstu skref á vinnumarkaði. Forseti ASÍ segir það alls ekki rétt. 27. september 2020 20:14
„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati telur sjónarhorn Bjarna Benediktssonar brenglað. 25. september 2020 16:02
Auknar líkur á að samningum verði sagt upp eftir viku Líkur hafa aukist á því að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði verði sagt upp á miðvikudag í næstu vikur. Þar með yrðu allir kjarasamningar í landinu komnir í uppnám. 24. september 2020 18:01