Voru bestir á Íslandi fyrir áratug en taka nú ekki þátt: „Leiðinleg og erfið ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 08:00 Stemmningin í Sláturhúsinu í Keflavík eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari karla 2010. vísir/daníel Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60. Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60.
Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira