Prófessor segir jafna skiptingu í fæðingarorlofi mikið framfaraskref Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2020 15:31 Breytingar verða gerðar á fæðingarorlofi um áramótin. Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum. Vísir/Vilhelm Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“ Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Sjá meira
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“
Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Sjá meira
12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30