Prófessor segir jafna skiptingu í fæðingarorlofi mikið framfaraskref Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2020 15:31 Breytingar verða gerðar á fæðingarorlofi um áramótin. Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum. Vísir/Vilhelm Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“ Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“
Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30