Aðgerðir líklega kynntar á morgun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 19:00 Fundað var í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira