Minnkandi fylgi VG dregur stjórnarflokkana niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 07:08 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Flokkurinn mælist með minna en tíu prósenta fylgi í nýrri könnun Fréttblaðsins. Vísir/Vilhelm Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Vinstri græn og Miðflokkurinn tapa fylgi á milli kannana hjá Fréttablaðinu en Samfylkingin bætir við sig prósenti. Þá er samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 40,8 prósent og hefur ekki mælst eins lítið síðan í janúar síðastliðnum þegar það mældist rúm 35 prósent. Könnunin sýnir að það er nær aðeins fylgi Vinstri grænna sem dregur stjórnarflokkanna niður. VG mælist nú með 9,7 prósent fylgi og mælist í annað sinn á þessu kjörtímabili undir tíu prósentum hjá Fréttablaðinu. Greint er frá könnuninni á forsíðu Fréttablaðsins í dag en það voru Zenter rannsóknir unnu könnunina fyrir blaðið í síðustu viku. Samkvæmt könnuninni yrði ekki hægt að mynda þriggja flokka meirihluta á Alþingi án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum“ Logi Einarsson, formaður flokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekki að fara að gerast. „Það gerist bara í sjónvarpsþáttum,“ segir hann og er þar væntanlega að vísa til þáttanna Ráðherrann sem sýndir eru á RÚV um þessar mundir en þar starfa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin saman í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúm 23 prósent, sem er sama fylgi og í síðustu könnun Fréttblaðsins, og Framsóknarflokkurinn mælist með 7,9 prósenta fylgi. Samfylkingin mælist nú með 17,2 prósent. Píratar eru með tæplega 14 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Viðreisn með tíu prósent fylgi. Miðflokkurinn mælist svo með 7,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins er rétt undir fimm prósentum og Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,9 prósent. Dugar ekki að taka Miðflokkinn með Yrðu úrslit þingkosninganna, sem fyrirhugaðar eru að ári, eitthvað í líkingu við könnun Fréttablaðsins myndu ríkisstjórnarflokkarnir ekki ná meirihluta, jafnvel þótt þeir bættu Miðflokknum við. Til að tryggja meirihluta yrðu stjórnarflokkarnir því að taka Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn inn í ríkisstjórn. Könnunin var send til 2.500 einstaklinga, átján ára og eldri, og voru svör þeirra vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Svarendur voru 1.281 eða 51 prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Vinstri græn Skoðanakannanir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira