Jafn réttur til fæðingarorlofs og brjóstagjöf Ásdís A. Arnalds og Sunna Símonardóttir skrifa 29. september 2020 11:01 Brjóstagjöf hefur nýverið skotið upp kollinum í umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingarorlof þar sem lýst hefur verið áhyggjum af áhrifum jafnræðis í orlofstöku á brjóstagjöf. En er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að brjóstagjöf líði fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra? Brjóstagjöf á Íslandi Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og líkt og á hinum Norðurlöndunum þá hefja næstum allar íslenskar mæður brjóstagjöf. Hátt hlutfall brjóstagjafar bendir til þess að sú hugmynd að mæður vilji hafa börn sín á brjósti sé menningarlega mjög sterk hér á landi. Tölur frá árinu 2018 sýna að við fyrstu heimavitjun eru um 84% á brjósti, eingöngu, aðallega eða með þurrmjólkurábót og við sex vikna skoðun er hlutfallið komið upp í 88,4%. Í viðmiðum um næringu ungbarna er foreldrum bent á að börn á aldrinum fjögurra til sex mánaða geti fengið að smakka litla skammta af öðrum mat sem viðbót við brjóstamjólk eða þurrmjólk. Þegar barnið er orðið 6 mánaða þarf það aftur á móti meiri næringu en brjóstamjólk eða þurrmjólk til að fullnægja orku- og næringarþörf sinni og því er æskilegt að auka fjölbreytni í fæðuvali tiltölulega hratt eftir 6 mánaða aldur. Tölur um brjóstagjöf við 6 mánuða aldur sýna að foreldrar fylgja þessum tilmælum því þá eru aðeins 16% barna eingöngu á brjósti en 67% fá brjóstamjólk ásamt öðrum mat. Fæðingarorlof og brjóstagjöf Í nýju frumvarpi um fæðingarorlof er lagt til að réttur hvors foreldris verði 6 mánuðir en að foreldrar geti hvort um sig framselt einn mánuð til hins aðilans. Leiða má líkur að því að flestar mæður muni þá nýta 7 mánuði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið við Háskóla Íslands undir forystu Guðnýjar Bjarkar Eydal og Ingólfs V. Gíslasonar sýna að fram til þessa hefur orlofslengd mæðra ekki komið í veg fyrir að þær væru lengi með börn sín á brjósti. Þvert á móti hefur lengd brjóstagjafar aukist jafnt og þétt á undangengum 20 árum. Könnun sem náði til foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2003 sýndi að mæður voru að meðaltali 8,3 mánuði með barnið á brjósti en til samanburðar var meðallengd brjóstagjafar 9,6 mánuðir í könnun meðal foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014. Þessi aukning átti sér stað þrátt fyrir að mæður í síðarnefnda hópnum hefðu sama rétt til töku orlofs og mæður í þeim fyrrnefnda. Sömu rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Niðurstöður meðal þeirra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014 sýndu til að mynda að mæður sem hófu störf innan við 7 mánuðum eftir fæðingu voru að meðaltali 9,4 mánuði með barnið á brjósti en meðallengd brjóstagjafar var 9,6 mánuðir hjá þeim sem hófu vinnu eftir að barnið varð eins árs. Af þessu má ráða að atvinnuþátttaka mæðra kemur alls ekki í veg fyrir að þær séu með barn sitt á brjósti. Með öðrum orðum að atvinnuþátttaka ræður ekki lengd brjóstagjafar. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir, og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir Sunnu Símonardóttur benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Það þjónar ekki hagsmunum mæðra sem eru með börn sín á brjósti, eða mæðra sem geta ekki haft börn sín á brjósti að stilla umræðunni upp með þeim hætti að réttindi til fæðingarorlofs eigi að stjórnast af virkni mjólkurkirtla. Þær íslensku rannsóknir sem vísað er í hér á undan benda einnig eindregið til þess að áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra séu einfaldlega ekki á rökum reistar. Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sunna Símonardóttir Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Brjóstagjöf hefur nýverið skotið upp kollinum í umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingarorlof þar sem lýst hefur verið áhyggjum af áhrifum jafnræðis í orlofstöku á brjóstagjöf. En er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að brjóstagjöf líði fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra? Brjóstagjöf á Íslandi Brjóstagjöf er bæði algeng og álitin sjálfsögð á Íslandi og líkt og á hinum Norðurlöndunum þá hefja næstum allar íslenskar mæður brjóstagjöf. Hátt hlutfall brjóstagjafar bendir til þess að sú hugmynd að mæður vilji hafa börn sín á brjósti sé menningarlega mjög sterk hér á landi. Tölur frá árinu 2018 sýna að við fyrstu heimavitjun eru um 84% á brjósti, eingöngu, aðallega eða með þurrmjólkurábót og við sex vikna skoðun er hlutfallið komið upp í 88,4%. Í viðmiðum um næringu ungbarna er foreldrum bent á að börn á aldrinum fjögurra til sex mánaða geti fengið að smakka litla skammta af öðrum mat sem viðbót við brjóstamjólk eða þurrmjólk. Þegar barnið er orðið 6 mánaða þarf það aftur á móti meiri næringu en brjóstamjólk eða þurrmjólk til að fullnægja orku- og næringarþörf sinni og því er æskilegt að auka fjölbreytni í fæðuvali tiltölulega hratt eftir 6 mánaða aldur. Tölur um brjóstagjöf við 6 mánuða aldur sýna að foreldrar fylgja þessum tilmælum því þá eru aðeins 16% barna eingöngu á brjósti en 67% fá brjóstamjólk ásamt öðrum mat. Fæðingarorlof og brjóstagjöf Í nýju frumvarpi um fæðingarorlof er lagt til að réttur hvors foreldris verði 6 mánuðir en að foreldrar geti hvort um sig framselt einn mánuð til hins aðilans. Leiða má líkur að því að flestar mæður muni þá nýta 7 mánuði. Rannsóknir sem gerðar hafa verið við Háskóla Íslands undir forystu Guðnýjar Bjarkar Eydal og Ingólfs V. Gíslasonar sýna að fram til þessa hefur orlofslengd mæðra ekki komið í veg fyrir að þær væru lengi með börn sín á brjósti. Þvert á móti hefur lengd brjóstagjafar aukist jafnt og þétt á undangengum 20 árum. Könnun sem náði til foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2003 sýndi að mæður voru að meðaltali 8,3 mánuði með barnið á brjósti en til samanburðar var meðallengd brjóstagjafar 9,6 mánuðir í könnun meðal foreldra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014. Þessi aukning átti sér stað þrátt fyrir að mæður í síðarnefnda hópnum hefðu sama rétt til töku orlofs og mæður í þeim fyrrnefnda. Sömu rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Niðurstöður meðal þeirra sem áttu sitt fyrsta barn árið 2014 sýndu til að mynda að mæður sem hófu störf innan við 7 mánuðum eftir fæðingu voru að meðaltali 9,4 mánuði með barnið á brjósti en meðallengd brjóstagjafar var 9,6 mánuðir hjá þeim sem hófu vinnu eftir að barnið varð eins árs. Af þessu má ráða að atvinnuþátttaka mæðra kemur alls ekki í veg fyrir að þær séu með barn sitt á brjósti. Með öðrum orðum að atvinnuþátttaka ræður ekki lengd brjóstagjafar. Hugmyndir okkar og vísindaleg þekking á brjóstagjöf er nátengd hugmyndum okkar um móðurhlutverkið, hvað felist í því að vera móðir og hvaða eiginleikum góðar mæður skuli búa yfir, og því getur það að ná ekki að hafa barn sitt á brjósti haft mikil áhrif á sjálfsmynd þeirra mæðra sem það upplifa. Rannsóknir Sunnu Símonardóttur benda til þess að hin mikla áhersla sem lögð er á farsæla brjóstagjöf geti valdið skömm, sektarkennd og upplifun um að hafa brugðist hjá mæðrum sem gefa börnum sínum þurrmjólk og á sérstaklega við um þær konur sem vildu hafa börn sín á brjósti, en gátu það ekki. Það þjónar ekki hagsmunum mæðra sem eru með börn sín á brjósti, eða mæðra sem geta ekki haft börn sín á brjósti að stilla umræðunni upp með þeim hætti að réttindi til fæðingarorlofs eigi að stjórnast af virkni mjólkurkirtla. Þær íslensku rannsóknir sem vísað er í hér á undan benda einnig eindregið til þess að áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra séu einfaldlega ekki á rökum reistar. Ásdís A. Arnalds, doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild HÍ og verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun