Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 12:20 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/egill Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir. Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. Framlenging átaksins Allir vinna sé gott en ASÍ muni til að mynda aldrei leggja blessun sína yfir það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofi verði frestað vegna lækkunar tryggingagjalds. Félagsmálaráðherra segir þó að aðgerðirnar muni ekki hafa nein áhrif á lengingu fæðingarorlofs. Drífa sagði í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að ASÍ fagni því að stjórnvöld ætli að axla ábyrgð og reyna að tryggja frið á vinnumarkaði. Sambandið hyggist halda áfram þeirri vegferð sem það hóf með lífskjarasamningnum í vor. Þá kvað Drífa framlengingu á átakinu Allir vinna vera gott en ýmislegt ætti eftir að útfæra betur og ASÍ gerði kröfu um að koma að slíkri útfærslu. Drífa sagði lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. ASÍ telji frekar þörf á sértækum aðgerðum. „Við skulum hafa í huga að tryggingagjaldið fjármagnar fæðingarorlofið og atvinnuleysistryggingar. Það er mjög mikilvægt að halda því áfram. Við munum aldrei samþykkja það að fyrirhugaðri lengingu á fæðingarorlofinu verði frestað vegna þessa og ég vona að það sé ekki ætlunin,“ sagði Drífa. Innt eftir því hvort hún teldi að aðgerðapakkinn hefði áhrif á fyrirhugaða atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins um uppsögn lífskjarasamningsins kvaðst Drífa ekki vita það. Spyrja þyrfti SA að því. Framkvæmdastjórn SA fundar nú og fer yfir aðgerðapakkann. Viðbragða er að vænta frá samtökunum nú eftir hádegi. Lengja á fæðingarorlof í tólf mánuði um næstu áramót en orlofið er tíu mánuðir í dag. Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Uppfært klukkan 12:39: Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir í samtali við fréttastofu að lengingu fæðingarorlofs verði ekki frestað. Aðgerðirnar hafi engin áhrif á þær fyrirætlanir.
Kjaramál Vinnumarkaður Fæðingarorlof Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22 Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49
Tryggingagjald lækkað tímabundið Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021. 29. september 2020 11:22
Blaðamannafundur um aðgerðir „til stuðnings lífskjarasamningunum“ Forsætisráðherra hefur boðað til óformlegs blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 11. 29. september 2020 09:54