Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:04 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Arnar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“. Hann kallar eftir því að næstu aðgerðir styðji launþega. „Ég held að verkalýðshreyfingin hljóti að gera kröfu um að það verði snúið að fólkinu næst,“ sagði Ragnar Þór í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það þarf að fara í mjög víðtækar aðgerðir út af þeirri staðreynd að við erum að missa þúsundir einstaklinga á strípaðar atvinnuleysisbætur.“ Þannig lagði Ragnar til að bótatímabilið yrði lengt og gripið yrði til samræmdra aðgerða um greiðsluskjól. Inntur eftir því hvort honum þætti þó ekki mikilvægt að eitthvað væri gert fyrir fyrirtæki svo ekki þurfi að segja upp fólki sagði Ragnar að hann væri ekki að draga úr mikilvægi þess. „Ég er ekki að draga úr því. Ég er bara að segja að nú er komið að því að fara í aðgerðapakka fyrir fólkið.“ Þá kvað Ragnar launahækkanir sem taka gildi nú um áramótin, og Samtök atvinnulífsins hafa sagt munu verða þunga byrði á atvinnurekendum, væru lífsnauðsynlegar. „Það má ekki gleyma því að hér er verðbólga að aukast, verðlag hefur farið mjög hækkandi síðustu misseri og það er ekki út af launahækkunum. Það er svolítið dapurlegt að hlusta á málflutning margra innan Samtaka atvinnulífsins um það að launahækkanir, sérstaklega á lægstu kjörin, leiði til uppsagna og verðbólgu og ég veit ekki hvað og hvað.“ Samtök atvinnulífsins ákváðu í gær að standa við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í fyrravor og hættu við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu félagsmanna, þar sem kjósa átti um uppsögn samningsins. Ákvörðun SA var tekin eftir að ríkisstjórnin kynnti átta atriða aðgerðapakka í gærmorgun, sem felur m.a. í sér 0,25 prósenta lækkun á tryggingagjaldi.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24 Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18 Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Segir SA hafa sett á svið sjónarspil og skrípaleik Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum. 29. september 2020 20:24
Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Forseti ASÍ segir ákvörðun stjórnar SA um að láta lífskjarasamningana standa áfram hafa verið fyrirsjáanlega. Það kom henni á óvart að atkvæðagreiðsla um málið hafi verið blásin af. 29. september 2020 19:18
Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. 29. september 2020 18:58