Segir að leikmenn og þjálfarar Gróttu þurfi ekki að hafa áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:11 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira