Fjárlagafrumvarp, þingsetning og stefnuræða forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 06:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnir í dag síðasta frumvarp ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kórónukreppunni. Vísir/Vilhelm Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er nokkuð stór dagur í pólitíkinni í dag þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs klukkan 10, Alþingi verður svo sett klukkan 13:30 og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína klukkan 19:30. Fjármálaráðherra hefur boða til blaðamannafundar í fjármálaráðuneytinu klukkan 10 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en þar kynnir Bjarni fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 sem og fjármálaáætlun fyrir 2021 til 2025. Fjárlagafrumvarpið er síðasta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna á þessu kjörtímabili. Gera má ráð fyrir að frumvarpið litist þó nokkuð af kreppunni sem nú ríkir vegna kórónuveirufaraldursins en fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða svo aðalmálin á dagskrá þingsins í næstu viku. Umræðan hefst mánudaginn 5. október. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem venju samkvæmt ætti að vera klukkan 14 í dag, fimmtudag, hefur verið frestað til klukkan þrjú svo hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningar nú og af sömu ástæðu kemur Alþingi nokkuð seinna saman að hausti en venjan er. Þrátt fyrir færri gesti er dagskrá þingsetningarinnar hátíðleg að vanda. Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, mun prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Dómorganistinn Kári Þormar leikur á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis flytur síðan ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Í kvöld klukkan 19:30 flytur forsætisráðherra síðan stefnuræðu sína og fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira