„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2020 11:20 Ágúst Ólafur telur fjárlagafrumvarp Bjarna meðal annars lýsa því að ríkisstjórnin hafi engan skilning á meginvandanum sem er atvinnuleysið, nú í methæðum og á uppleið. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira