Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 18:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu við heimsókn Trumps til Norður-Kóreu í júní 2019. Dong-A Ilbo/Getty Images Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. Þá skrifaði hann að framtíðarfundir með Trump myndu líkjast „senu úr fantasíukvikmynd.“ Á sama tíma var mikil hernaðaruppbygging í gangi í Norður-Kóreu. Verið var að grafa neðanjarðargöng og byggja vopnageymslur neðanjarðar til þess að hægt væri að færa vopn á milli staða. Þá var einnig verið að reisa nýjar byggingar við kjarnorkuver nærri höfuðborg landsins, þar sem verið var að auðga úran fyrir allt að fimmtán nýjar kjarnorkusprengjur. Þetta hefur The Washington Post eftir opinberum starfsmönnum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu og vísar einnig í skýrslu sem gerð var af Sameinuðu þjóðunum. Fram kemur í skýrslunni að frá því að Kim og Trump fóru að funda árið 2018 hafi Norður-Kórea hætt að prófa kjarnavopn svo til sæist en hafi hins vegar ekki hætt þróun þeirra. Ný gögn sýni jafnframt fram á að Kim hafi nýtt sér athyglina sem viðræðurnar við Bandaríkin fengu til þess að fela sín hættulegustu vopn og verja þau frá mögulegum árásum. Markmið viðræðna Bandaríkjanna við Norður-Kóreu var að útrýma kjarnorkuvopnum á Kóreuskaganum og þó svo að það virðist að einhverju leiti hafa tekist, vegna þess að engar prófanir hafi verið gerðar á þeim af Norður-Kóreu, er það ekki svo. Enn búi ríkið yfir fjölda kjarnorkuvopna, ekki einu slíku hafi verið eytt og enn hafi eldflaugaverksmiðjum ekki verið lokað. Sérfræðingar segja að viðræðurnar hafi aðeins skilað því að Norður-Kórea sé betur vopnuð og að kjarnorkuvopnabyrgðir landsins séu dreifðar um landið fyrir tilstilli neðanjarðarganganna. Þá hafi Kim einnig notið góðs af vinskapnum við Trump.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Norður-Kórea skýtur upp óþekktu flugskeyti Norður Kórea skaut í kvöld óþekktri flugskeyti frá austurströnd sinni og lenti hún í hafinu. 28. mars 2020 22:16