Rúnar: Hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Rúnar (t.h) er hér ásamt Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara KR. Andrew Milligan/Getty Images Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var sáttur með sigur sinna manna gegn Víking eftir allt sem hefur gengið á undanfarið. Hann hrósaði Guðjóni Orra Sigurjónssyni sérstaklega en markvörðurinn varði víti í 2-0 sigri í kvöld. „Það er mikil ánægja með að vinna og halda hreinu. Þrjú stig á útivelli er mjög gott og ég er ánægður með strákana,“ sagði Rúnar að leik loknum. „Það er æðislegt þegar að við skorum svona snemma og það gefur mönnum smá sjálfstraust og léttir á stressinu sem er oft þegar að leikir hefjast,“ sagði Rúnar um upphaf leiksins en Ægir Jarl gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins 35 sekúndur. Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk rautt spjald í síðasta leik og kom Guðjón Orri Sigurjónsson í hans stað í leiknum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og varði víti er rúmur hálftími var liðinn af leiknum og KR með 1-0 forystu. „Guðjón er búin að vera frábær fyrir okkur frá því að hann kom. Hann varði fullt af vítum í vetur fyrir okkur, hann ver sjaldan á æfingum en alltaf í leikjum og var nálægt því að verja víti á móti Fylki í síðustu umferð svo ver hann þetta fyrir okkur í dag. Það í er rauninni stærsti hluturinn í því að við vinnum þennan leik. Hann bjargar þarna marki fyrir okkur. Það gaf okkur smá trú, meira traust á það sem við vorum að gera og halda forustunni inn í hálfleikinn.” „Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við höfum tilbúna til að geta spilað á sunnudaginn. Það eru mikil meiðsli hjá okkur og við erum með tvo í leikbanni. Við þurfum að sjá hvaða leikmenn við getum valið úr til að stilla upp góðu liði,“ sagði Rúnar um næsta leik sem gæti reynst Íslandsmeisturunum snúinn. Á sunnudag fer KR upp í Kór og mætir HK, leik sem liðið tapaði 4-1 í fyrra. Þá tapaði KR 3-0 fyrir HK á heimavelli fyrr í sumar. „Við lentum í veseni í Kórnum í fyrra og töpuðum illa fyrir HK. Við þurfum aðeins að rétta okkar hlut þar. Þurfum að spila betur en í dag og betur en við gerðum í fyrra,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira