Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 15:32 Landsréttur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Maðurinn, sem neitaði alfarið sök, áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess á móti að dómurinn yfir honum yrði þyngdur. Hann var sakfelldur fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Auk fimm ára fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Frá fangelsisdómnum dregst gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 8. október. Þá þarf hann að greiða allan áfrýjunarkostnað upp á rúma 2,1 milljón króna. Ofbeldisverkin framdi maðurinn í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Héraðsdómur taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira