Tom Brady lét ekki meira en tuttugu ára aldursmun stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:01 Tom Brady var frábær í sigri Tampa Bay Buccaneers liðsins í gær. AP/Mark LoMoglio Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31 NFL Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Tom Brady átti stórleik í NFL-deildinni í gær í sögulegum leik út frá aldri leikstjórndana liðanna. Tvö lið eru búin að vinna fjóra fyrstu leiki sína. Seattle Seahawks og Buffalo Bills hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína í NFL-deildinni en tvö önnur lið gætu komist í þann hóp í kvöld. Hvað ungur nemur gamall temur átti vel við í gær. Hinn 43 ára gamli Tom Brady leiddi Tampa Bay Buccaneers liðið þá til endurkomusigurs á móti Los Angeles Chargers. .@TomBrady's 5th TD pass of the day and the @Buccaneers re-take the lead! #GoBucs : #LACvsTB on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/P2o6uTmZ9D— NFL (@NFL) October 4, 2020 Leikstjórnandi mótherjanna í Chargers var hinn 22 ára gamli Justin Herbert en nýliðinn átti mjög flottan leik og Los Angeles Chargers liðið náði 24-7 forystu í leiknum. Tom Brady var stórkostlegur í endurkomu síns liðs og gaf alls fimm snertimarkssendingar í leiknum. Þetta er mesti aldursmunur á leikstjórnendum liða í sögu NFL-deildarinnar. Tom Brady var nákvæmlega 43 ára og 62 daga en Justin Herbert 22 ára og 208 daga. Það var mjög gaman í stúkunni hjá dóttur Tom Brady eins og sjá má hér fyrir neðan. Let s goooooooo! #touchdown pic.twitter.com/E67XlYKuhu— Gisele Bündchen (@giseleofficial) October 4, 2020 Nýliðinn Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals fagnaði á sama tíma sínum fyrsta sigri þegar Bengals liðið vann 33-25 sigur á Jacksonville Jaguars. Burrow varð þar fyrsti nýliðinn í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda þrjá leiki í röð. Russell Wilson og félagar í Seattle Seahawks urðu fyrstir til að vinna fjóra leiki þegar þeir lögðu Miami Dolphins 31-23. Buffalo Bills bættist í hópinn seinna um daginn með 30-23 sigri á Las Vegas Raiders. Kansas City Chiefs og Green Bay Packers spila bæði í kvöld en þau hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. .@JoshAllenQB is so right now. #BillsMafia : #BUFvsLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/024EzSafTB pic.twitter.com/xNih9RJFbH— NFL (@NFL) October 4, 2020 Indianapolis Colts varð fyrsta liðið til að vinna Chicago Bears en Colts vörnin var sterk í 19-11 sigri. Bæði lið hafa nú unnið þrjá leiki og tapað einum. Odell Beckham Jr. fór loksins í gang hjá Cleveland Browns liðinu og skoraði þrjú snertimörk í 49-38 sigri á Dallas Cowboys en Cleveland hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. Dallas tapaði aftur á móti sínum þriðja leik á tímabilinu. ODELL BECKHAM JR. : #CLEvsDAL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wvEEn0SFTV pic.twitter.com/A8P7Hx8E7H— NFL (@NFL) October 4, 2020 Lamar Jackson gaf tvær snertimarkssendingar og hljóp síðan sjálfur 50 jarda í mark þegar Baltimore Ravens vann 31-17 sigur á Washington Football Team og er eftir það með þrjá sigra og eitt tap. Minnesota Vikings vann 31-23 sigur á Houston Texans í uppgjöri tveggja liða án sigurs og útherjinn Tre'Quan Smith og hlauparinn Latavius Murray skoruðu báðir tvö snertimörk þegar New Orleans Saints vann 35-29 sigur á Detroit Lions. Philadelphia Eagles kom mörgum á óvart með því að vinna 25-20 útisigur á San Francisco 49ers liðinu en þetta var fyrsti sigurinn hjá Eagles á leiktíðinni. Tveir leikmenn liðsins, þeir Travis Fulgham og Alex Singleton, skoruðu fyrstu snertimörk sín á ferlinum í leiknum. FINAL: The @Eagles take home the Sunday Night win! #FlyEaglesFly #PHIvsSF (by @Lexus) pic.twitter.com/6AvdLxfPOx— NFL (@NFL) October 5, 2020 Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: San Francisco 49ers - Philadelphia Eagles 20-25 Chicago Bears Indianapolis Colts 11-19 Las Vegas Raiders - Buffalo Bills 23-30 Los Angeles Rams - New York Giants 17-9 Carolina Panthers - Arizona Cardinals 31-21 Cincinnati Bengals - Jacksonville Jaguars 33-25 Dallas Cowboys - Cleveland Browns 38-49 Detroit Lions - New Orleans Saints 29-35 Houston Texans - Minnesota Vikings 23-31 Miami Dolphins - Seattle Seahawks 23-31 Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Chargers 38-31 Washington Football Team - Baltimore Ravens 17-31
NFL Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira