Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 12:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar óskaði eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum á Alþingi í morgun Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira