Hljóðláta byltingin Ásdís Kristinsdóttir skrifar 5. október 2020 14:02 Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun