„Varasamt“ að hækka atvinnuleysisbætur að lægstu launum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 18:45 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir varasamt að hækka atvinnuleysisbætur sem séu nú þegar nálægt lægstu launum. Formaður Viðreisnar hvetur stjórnvöld til að eyða óvissu um næstu aðgerðir. „Við vitum að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. En það er samt ekki lögmál að vera alltaf á eftir veirunni. Það er hægt að ýta ákveðnum hlutum strax út af borðinu til að veita fólki meiri vissu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og nefnir þar nokkur dæmi. „Hversu lengi tekjutengdar atvinnuleysisbætur eigi að virka, hversu langt aftur í tímann. Einnig hlutabótaleiðin, það skiptir miklu máli fyrir fólk að vita hversu lengi sú annars ágæta aðgerð eigi að virka,“ segir Þorgerður. Umræður um fjárlög hófust í dag og halda áfram í vikunni. Gert er ráð fyrir yfir 260 milljarða króna halla á þessi ári og því næsta, eða mesta halla Íslandssögunnar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi að ekki sé ráðist í niðurskurð við þessar aðstæður. „Það er augljóst að ríkisstjórnin þorir ekki að mæta miklum halla með því að draga úr umsvifum hins opinbera. Til þess er of stutt til kosninga,“ sagði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, segir nauðsynlegt að koma til móts við fólk nú þegar engin störf eru í boði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í fjárlögum er ekki gert ráð fyrir hækkun atvinnuleysisbóta. Fjármálaráðherra vísaði í dag til þess að grunnatvinnuleysisbætur væru nú þegar nálægt lægstu launum. „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótunum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og skila öllu sínu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar sagði hækkun bótanna gagnast sem tímabunda aðgerð í þessu ástandi. „Það vill enginn vera atvinnulaus. Það er það sem ég er að reyna draga fram. Það hafa 20 þúsund störf horfið. Og á meðan við sjáum ekki metnaðarfyllri atvinnuuppbyggingu og sköpun starfa þurfum við að nálgast þennan hóp,“ sagði Ágúst.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira