Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 13:01 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira