Covid 19 – eðlilegar áhyggjur en höldum í vonina Una María Óskarsdóttir skrifar 8. október 2020 16:01 Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög margt sem við kunnum ekki nægilega vel, þó við höldum annað. Það kunna ekki allir að mála, skúra og bóna, ala upp barn og kenna því t.d. að fylgja fyrirmælum eða þvo sér um hendurnar – en það er hægt að læra þetta allt. Smitsjúkdómum hefur fækkað Það er athyglisvert að margvíslegum smitsjúkdómum hefur fækkað á Íslandi frá því að heimsfaraldurinn Covid 19 steig hér á land. Það segir manni ekkert annað en það að fleiri gæta sín og sinna persónubundnum smitvörnum betur en áður þekktist, fylgja fjarlægðarmörkum, þvo sér um hendurnar, taka ekki í hendur fólks eða setja hendur í andlit; augu, nef og munn. Þegar ósköpin hófust var ég sjálf minnt á að það ætti að sápuþvo alla höndina , milli fingranna og að hringar gætu verið gróðrarstía fyrir sýkla. Ég þurfti að læra þetta. Gleymum okkur ekki Það er líka auðvelt að gleyma sér. Á golfmóti í sumar vildi golffélaginn endilega gefa öðrum fallega kúlu sem hann hafði fundið. Svarið var: Covid – nei takk. Annar varð vitni að því að þegar mótsstjóri hafði farið yfir allar Covid reglur mótsins þá tók hann sig til sleikti vísifingur og fletti skorkortunum og afhenti þau. Það eru mjög ósjálfráð viðbrögð hjá mörgum að sleikja puttana þegar blöðunum er flett eða að fikta eitthvað í nefinu, augum eða munni. Hvert og eitt okkar þarf að bera ábyrgð á sjálfum sér. Það erum við sjálf sem smitum okkur með því að þvo okkur ekki nægilega vel og spritta og fara með hendur í augu, munn eða nef. Við þurfum að vera heima ef við höldum að við séum veik og við þurfum að forðast að vera í rými þar sem loftgæði eru slök, forðast að hnerra og hósta því dropa- og úðasmit eiga á þá greiða leið til annarra. Við erum öll mannleg Það kunna ekki allir allt og það er ekkert til að skammast sín fyrir að leita leiðsagnar eða fá leiðsögn. Veiran mun malla hér áfram þar til bóluefni finnst og þess vegna er enn mikilvægara að kunna þetta og reyna jafnframt að hafa ekki of miklar áhyggjur. Við þurfum öll að læra að lifa með veirunni og höfum von, því aldrei áður hafa sérfræðingar á sviði faraldsfræða um allan heim unnið eins náið saman og mörg mismunandi bóluefni eru í klínískum prófunum. Það er von. Víst er að leiðin til aðgerða getur verið vandrötuð og starf þríeykisins hefur ekki verið öfundsvert. Sérstaklega ber að verja þá sem eru aldraðir og/eða með undirliggjandi sjúkdóma og hver og einn þarf að passa sig. Sumir hafa lært að fylgja fyrirmælum og bera virðingu fyrir þeim, en aðrir láta ekki aðra segja sér fyrir verkum. Ef allir fylgdu fyrirmælum eftir bestu getu þá mætti ætla að mun síður þyrfti að grípa til harðari aðgerða. Og skiljanlega hafa margir áhyggjur vegna atvinnumissis, aukins ofbeldis og þunglyndis innan fjölskyldna og óútskýrðra dauðsfalla sem eru fleiri nú, en á sama tíma í fyrra. Það er áberandi að ungt fólk hefur jafnvel meiri áhyggjur en þeir sem eldri eru. Höldum í vonina Það skiptir því miklu máli að markviss vinna fari fram til þess að efla trú fólks. Trúna á að við sjálf getum komið í veg fyrir að veikjast með því að sína aðgát og sinna persónulegum sóttvörnum og reyna um leið að lifa lífinu lifandi og gera það sem þó er hægt að gera í ljósi ástandsins. Á Íslandi höfum við sem betur fer búið við færri höft og skerðingar en í mörgum öðrum löndum. Hér hafa t.d. skólar verið opnir og kennt í fjarkennslu eða í minni hólfum og fólk sem er í sóttkví má fara út að hlaupa. Í Massachusettesfylki í Bandaríkjunum hafa t.d. skólar verið lokaðir síðan í mars og þar hafa heilbrigðissérfræðingar miklar áhyggjur, m.a. vegna þess að fólk veigrar sér við að fara til lækna sem getur haft mikla hættu í för með sér. Nú hefur grímunotkun á Íslandi aukist og vonandi fer fólk með grímuna til lækna sinna í stað þess að einangra sig og vera án heilsufarslegrar aðstoðar. Ef ekki, veit það ekki á gott. Sjálfri finnst mér gríman hafa róandi áhrif, anda með nefinu ofan í kviðarholið, en ekki með munninum í brjóstholið. Í nefinu eru nefnilega náttúrulegar varnir, sem ekki eru í munninum. Styðjum við hvort annað Við sem teljum okkur frísk og höfum tamið okkur jákvætt viðhorf til ýmissa vandamála eigum að nota hvert tækifæri til þess að hvetja hina sem hafa meiri áhyggjur. Hjálpa til að byggja upp bjargráð sem duga, hvatningu til sóttvarna og framtíðarsýn um að allt taki þetta enda einhvern daginn. Höfundur er uppeldis- menntunar- og lýðheilsufræðingur og varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun