„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 07:13 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sést hér fyrr í vikunni á svölum Hvíta hússins eftir að hann útskrifaðist af spítala. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu. Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu.
Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira