Landbúnaðarráðherra og lausnaleysið Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 9. október 2020 10:01 Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun