Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 17:02 Þungvopnaðir menn hafa verið tíð sjón við þinghús Michigan undanfarna mánuði. EPA/JEFFREY SAUGER Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. Hún var meðvituð um ráðabruggið og þurfti nokkrum sinnum að flytja fjölskylduna vegna mannanna. Þetta kom fram í máli Dana Nessel, ríkissaksóknara Michigan, í viðtali í dag. Whitmer sjálf segir að ekki eigi að kalla menn sem þessa vopnaðar sveitir, eins og iðulega er gert vestanhafs. Það eigi að kalla þá heimaræktaða hryðjuverkamenn. They re not militias. They re domestic terrorists endangering and intimidating their fellow Americans. Words matter.— Governor Gretchen Whitmer (@GovWhitmer) October 9, 2020 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í gær að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Í frétt AP er haft eftir Nessel að ákveðið hafi verið að binda enda á eftirlitið og handtaka mennina þegar þeir ætluðu að fara að kaupa sprengiefni og skiptast búnaði. „Við töldum rétt að grípa inn í áður en einhver léti lífið,“ sagði Nessel. Whitmer gagnrýndi Donald Trump, forseta, í gær og sakaði hann um að ala á sundrung og ofbeldi. Í kjölfar þess gagnrýndi Trump Whitmern á Twitter og sakaði hana meðal annars um vanþakklæti. Hann sagðist fordæma allt ofbeldi Bandaríkjamanna. Whitmer hélt áfram að kenna Trump um ástandið í dag og í viðtali við ABC sagði hún orðræðu hans vera hættulega. Ekki bara fyrir hana heldur aðra embættismenn víðsvegar um Bandaríkin. „Frá því hann kallaði mig „þessa konu í Michigan“, sáum við aukningu í hatorsorðræðu gagnvart mér,“ sagði Whitmer í viðtalinu. Hún sagði að í hvert sinn sem forsetinn hefði tíst um þörf þess að „frelsa Michigan“ og kallað eftir því að hún semdi við þessa sömu menn og voru handteknir, því þeir væru gott fólk, væri hann að ýta undir hryðjuverk. Hún væri ekki eini ríkisstjórinn sem væri að eiga við þetta vandamál. Hún sagði einnig að góð manneskja myndi taka upp símann og spyrja hvernig hún hefði það. „Það gerði Joe Biden. Ég held að það segi okkur allt sem þarf um persónuleika þeirra tveggja sem eru að berjast um að leiða þetta ríki næstu fjögur árin.“ "Even the president last night in his tweet storm won't stop attacking me, and I think that it's creating a very dangerous situation." After foiled kidnapping plot, Michigan Gov. Gretchen Whitmer tells @GStephanopoulos threats against her are 'ongoing.' https://t.co/meMl2ps2dJ pic.twitter.com/QtGx3Vprqp— ABC News (@ABC) October 9, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49