Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 10:16 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn brunans. Vísir/vilhelm Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46
Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58