Segja Rússa hafa gert tölvuárás á norska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 15:56 Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, opinberaði aðkomu Rússlands á blaðamannafundi í dag og sagði mikilvægt að draga ráðamenn þar til ábyrgðar. EPA/ADAM BERRY Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi. Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55
Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28
Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32
Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11