Alfons missir af toppslag eftir að smit kom upp hjá U21 landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 09:00 Alfons mun missa af leik Bodø/Glimt og Molde síðar í dag. Bodø/Glimt Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn