Skelfilegt gengi Derby heldur áfram | Sarr ekki í leikmannahópi Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2020 20:45 Ben Foster, markvörður Watford, hafði það náðugt en hér sést hann skutla sér á eftir skoti Wayne Rooney í uppbótartíma. Nær komust Derby County ekki í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00
Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30