Telur þingsályktun um Reykjavíkurflugvöll „veikburða og asnalega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2020 12:31 „Undirritaður er þingmaður Suðurkjördæmis, íbúi í 101 Reykjavík, flugmaður og andstæðingur sýndarstjórnmála,“ skrifar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, undir færslu sína sem hann birti á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, gefur lítið fyrir hugmyndir þingmanna sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Smári segir að sá hópur þingmanna sem standi að þingsályktunartillögu þess efnis hafi áður gerst sekir um að vanvirða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það verður ekki hægt að taka mark á þeim í þessu,“ skrifar Smári í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann telji þetta vera tillögu „Sameinaðs Íhalds“ sem sé í senn „veikburða og asnaleg.“ Fréttastofa greindi frá því í gær að helmingur þingmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, bróðurpartur þingmanna Miðflokksins, báðir þingmenn Flokks fólksins og einn þingmaður Vinstri grænna, hafi lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Það liggja fyrir samningar, sem vantar að sé staðið við, og flugvöllurinn er ekki að fara neitt hvort eð er fyrr en annar amk jafn góður er kominn í gagnið sem uppfyllir öll hlutverk Reykjavíkurflugvallar gagnvart sjúkraflugi, kennsluflugi, almannaflugi, einkaflugi, útsýnisflugi og störfum landhelgisgæslunnar, ásamt því að vera ásættanlegur varavöllur fyrir Keflavík,“ skrifar Smári. Hann telji umræðuna byggja á ómálefnalegum skotgrafarhernaði og segir hættu vera á að „spila asnalega pólitíska leiki með þetta mál,“ líkt og það er orðað í færslu Smára sem virðist lítt hrifinn af tillögunni. Málið þurfi að hans mati engu að síður að leysa en hann sé á þeirri skoðun að innanlandsflugvöllur í Reykjavík hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Það er ekki lykilatriði hvar nákvæmlega hann er, svo lengi sem hann er vel nothæfur og þjónar sínum hlutverkum. Vilji fólk hann burt úr Vatnsmýrinni þarf að finna annan stað og byrja að byggja. Og aðrir ættu að hætta að þvælast fyrir þeirri vinnu af ótta við að missa núverandi flugvöll, því það er ljóst, svo ég endurtaki mig, að hann fer ekki neitt fyrr en annar er kominn,“ skrifar Smári.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Alþingi Reykjavík Píratar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum