MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 14:48 Margrét Sigríður Guðmundsdóttir hefur barist fyrir því að komast í húsnæðisúrræði frá því í janúar. Hún er með MS sjúkdóminn og er lömuð á höndum og fótum. Vísir MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Í áskorun til stjórnvalda á vef félagsins kemur fram að félagið harmar stöðu Margrétar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða til að tryggja henni örugga búsetu og viðeigandi stuðning. Vandamálið sé ekki að yfirvöld viti ekki af hennar aðstæðum enda hafi ítrekað verið bent á stöðu Margrétar, þar á meðal af MS-félagi Íslands, og biðlað til heilbrigðisráðherra, ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands að leysa málið. Á meðan málið hafi færst á milli ríkisstofnana séu mannréttindi Margrétar fótum troðin svo mánuðum skiptir og virðist hreinlega skorta nægilegan vilja hjá stjórnvöldum til að ganga í málið og leysa það. Við krefjumst tafarlausra aðgerða fyrir Margréti Sigríði. Nóg er komið! Segir í áskorun MS-félagsins. Fréttastofan hefur undanfarið fjallað um mál Margrétar Sigríðar sem er með MS-sjúkdóminn og getur vegna ekki hreyft hendur eða fætur. Hún bjó heima hjá sér þar til í janúar þegar hún þyrfti vegna stuttra veikinda að leggjast á spítala. Þá var tekin ákvörðun án samráð við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún hefur hins vegar ennþá ekki fengið slíka vistun og þurfti að vera á bráðadeild spítalans í sjö mánuði í einangrun og dvelur nú á Droplaugastöðum í bráðabirgðavistun. Þá sagði fyrrverandi eiginmaður hennar frá því í gær að baráttan við sveitarfélag og ríki vegna ástands hennar hefði farið með hjónaband þeirra en hann þurfti að sinna þjónustu við Margréti sem hún átti rétt á frá sveitarfélagi eða ríki, samkvæmt lögum. Fréttastofa leitaði upplýsinga hjá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir hádegi í dag vegna málsins og var tjáð að ráðuneytið myndi svara eftir helgi. Þá var send fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga, ennþá hafa ekki borist svör þaðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26