Alls fóru fjórir leikir fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi í dag. Arsenal vann stórsigur á erkifjendum sínum í Tottenham Hotspur, Everton og Manchester City misstigu sig í toppbaráttunni og Manchester United vann góðan sigur.
Leikur Arsenal og Tottenham var í raun búinn eftir aðeins 15. mínútna leik. Staðan þá strax orðin 3-0 þökk sé mörkum Katie McCabe, Vivianne Miedema og Caitlin Foord. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Miedema bætt við tveimur mörkum og þar með fullkomnað þrennu sína.
Vivianne Miedema.
— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 18, 2020
That s it. That s the tweet. pic.twitter.com/bkYulKIh3r
Staðan því 5-0 í hálfleik. Lucia Leon kórónaði leik Tottenham er hún klúðraði vítaspyrnu í upphafi fyrri hálfleiks og þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum skoraði Caitlin Foord sjötta mark Arsenal. Leon minnkaði muninn í 6-1 á 75. mínútu og þar við sat.
Öruggur sigur Arsenal og liðið sem fyrr á toppi deildarinnar. Miedema hefur nú skorað 50 mörk í aðeins 50 leikjum í deildinni sem gerir hana að markahæsta leikmanni í sögu ensku Ofurdeildarinnar eins og hún heitir.
Both of Vivianne Miedema's first-ever #BarclaysFAWSL goal and the record-breaking goal have been assisted by @DanielleDonk
— miedemastuff (@miedemastuff) October 18, 2020
1st goal
October 2017
Everton
Van de Donk
50th goal
October 2020
Tottenham
Van de Donk pic.twitter.com/UpySF4esZi
Manchester United heimsótti West Ham United og vann góðan sigur í miklum markaleik. Lokatölur 4-2 þar sem Alessia Russo skoraði tvívegis. Þær Tobin Heath og Christen Press bættu svið sitt hvoru markinu. Emily Van Egmond og Rachel Daly skoruðu mörk West Ham.
Everton missteig sig í toppbaráttunni en liðið varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í dag. Sömu sögu er að segja af Manchester City en liðið gerði 1-1 jafntefli við Reading.
Staðan í deildinni er þannig að Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Þar á eftir koma Everton og Man Utd bæði með 13 stig. Chelsea er svo í 4. sæti með 10 stig en á leik til góða.