Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. október 2020 12:24 Ekki hefur fengist staðfest hvar nákvæmlega maðurinn hélt sig annað en að hann hafi verið á reiðhjóli í Laugardalnum. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag. Í gærkvöldi sendi Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar, foreldrum barna sem æfa hjá félaginu tölvupóst þar sem hann greinir frá málinu. Umræddur karlmaður sé iðulega á reiðhjóli og í kringum fertugt. Hann hafi haldið til í Laugardalnum, áreitt börn og unglinga og hafi í einhverjum tilfellum berað sig fyrir framan hóp barna sem var á leið að eða frá íþróttasvæði félagsins. „Við getum svo sem lítið gert annað en að vera með varann á okkur. Nú er þetta náttúrulega þannig að það er í rauninni æfingabann; skipulagðar æfingar eru ekki heimilaðar ennþá. Krakkarnir eru þannig ekki mikið hér með þjálfurum sínum, þeir koma bara og eru að leika sér hérna á svæðinu.“ Lítið úrræði séu í boði og því hefur maðurinn verið látinn laus að lokinni handtöku og skýrslutöku. Þórir segir að maðurinn hafi snúið til aftur í Laugardalinn og að sagan hafi endurtekið sig. Maðurinn var handtekinn síðast á laugardag. Þórir hefur látið félagsmálayfirvöld vita en ekki fengið nein svör enn sem komið er. Í millitíðinni biður hann foreldra og börn að vera meðvituð um málið. „Ég vil aðallega að þau séu upplýst um þetta. Þau hafi varann á sér. Ég hef send foreldrum og forráðamönnum tölupóst um málið. Ég beini því til krakkanna að aðgengi að vellinum er við félagsheimilið þar sem við getum betur fylgst með. Það er búið að loka vellinum annars staðar þannig að það er bara einn inngangur á hann núna,“ sagði Þórir Hákonarson, íþróttastjóri Þróttar. Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira