Stjörnvöld sökuð um að hafa varpað allri ábyrgð á þríeykið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. október 2020 19:08 Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira