Af hverju græna utanríkisstefnu núna? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 20. október 2020 13:00 Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Utanríkismál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun