Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. október 2020 13:47 Upptök skjálftans eru um fimm kílómetrum fyrir vestan jarðhitasvæðið við Seltún á Reykjanesi. Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Mjög stór jarðskjálfti varð um fimm kílómetrum vestan við jarðhitasvæðið hjá Seltúni á Reykjanesi klukkan 13:43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu mældist skjálftinn 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og þeim fer fjölgandi. Fylgjast má með nýjustu fréttum af skjálftanum í vaktinni neðst í fréttinni. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að engin merki séu um gosóróa í tengslum við skjálftann. Þá höfðu um fimmtíu eftirskjálftar mælst nú á þriðja tímanum en allir talsvert minni en fyrsti skjálftinn. Kristín segir að Veðurstofu hafi sjaldan borist jafnmargar tilkynningar um jarðskjálfta og nú, enda hafi upptök hans verið svo skammt frá hinu þéttbýla höfuðborgarsvæði. Fréttastofu hafa einnig borist fjöldi ábendinga um að skjálftinn hafi verið einkar snarpur. Hann hefur fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Suðurnesjum, Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og jafnvel á Vestfjörðum. Lesendur Vísis lýsa áhrifum skjálftans í athugasemdum: „Vorum inni í bíl á bensínstöð í Garðabæ. Það var eins og það væri keyrt á okkur (högg) og svo vögguðum við þarna,“ segir Ágústa Erna Hilmarsdóttir. „Fann skjálftann VEL í Búðardal, það glamraði allt í hillum og kom þokkalegt högg á húsið,“ segir Sigríður Vigdís Þórðardóttir. „Ég hristist næstum fram úr rúminu hér í Seljahverfi,“ segir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir í Breiðholtinu. „Ég hélt fast utanum sjónvarpið mitt!!!“ segir Magnús Skarphéðinsson í Reykjavík. Skjálftinn var afar snarpur og fannst víða á landinu.Veðurstofan Kristín segir að fimm skjálftar stærri en 5 hafi mælst á Reykjanesi síðan árið 1991. „Stærsti skjálftinn, sem var af svipaðri stærð og núna, var „triggeraður“ af Suðurlandsskjálftanum 17. júní árið 2000,“ segir Kristín. Þingmenn og forsætisráðherra á reiðiskjálfi Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu. Umræður um störf Alþingis stóðu yfir og var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pontu að ræða breytingar á stjórnarskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar jarðskjálftinn reið yfir í dag. Viðbrögð Katrínar við skjálftanum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:15. Fylgjast má með öllu því helsta af jarðskjálftanum í vaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Reykjavík Grindavík Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira