Griðastaður eða geymsla? Perla Hafþórsdóttir skrifar 21. október 2020 14:31 Við teljum okkur búa í barnvænu samfélagi hér á Íslandi og kannski er það rétt, ef við miðum við samfélög þar sem ástandið er mun verra en við eigum að venjast. Mikil umræða hefur vaknað um fæðingarorlof að undanförnu. Við heyrum í fjölmiðlum að íslensk börn skora lægst í Evrópu í félagsfærni og að staða drengja fari versnandi í skólakerfinu. Sem foreldri vil ég það besta fyrir barnið mitt, fyrir utan að leggja mig sjálf fram í uppeldinu vil ég að dóttir mín njóti góðrar leiðsagnar í leikskólanum og fái síðar góða menntun. Hinn almenni vinnudagur Íslendinga er átta klukkustunda langur, við vinnum fimm daga vikunnar eða um tvöþúsund klukkustundir á ári. Flestir foreldrar búa við að þurfa að stunda fulla vinnu og jafnvel vinna yfirvinnu til að framfleyta fjölskyldunni. Fæðingarorlof brúar ekki bilið þar til börn fá pláss í leikskóla. Börn byrja stöðugt fyrr í leikskóla vegna kröfunnar um að brúa bilið og fjöldi barna á deildum eykst í takt við vöntun á plássi í leikskólum. Sífellt kemur betur í ljós að fyrstu árin í lífi einstaklinga skipta gríðarlega miklu máli þar sem grunnur er lagður að sýn þeirra á heiminn. Á fyrstu fimm árunum þroskast heili barnsins hraðar en á nokkru öðru æviskeiði. Börn læra hvernig á að takast á við tilfinningar sínar, hvernig samskipti virka og hvernig eigi að koma fram við aðra. Börn sem hafa alist upp í góðum tengslum við umönnunaraðila eiga auðveldara með að þola áreiti, geta betur sett sig í spor annarra, sýna meiri félagslega færni, eru líklegri til að leita sér hjálpar og taka síður þátt í eða verða fyrir einelti. Hlutfall leikskólakennara í leikskólum landins skal samkvæmt lögum vera mannað af leikskólakennurum í hið minnsta tveimur af hverjum þremur stöðugildum í leikskólum eða um 66% starfsfólks. Í tölum Hagstofunnar frá árinu 2016 var hlutfall leikskólakennara aðeins 31% á landsvísu. Hlutfallið er breytilegt bæði á milli skóla og ára en yfirleitt stenst það ekki lög. Ábyrgðin færist því yfir á ófaglærða leiðbeinendur sem hafa jafnvel enga reynslu af starfi með börnum eða hafa ekki náð góðum tökum á tungumálinu, en hún vegur þó þyngst hjá leikskólakennurum og fólki eins og mér, ófaglærðum deildarstjóra. Þeir sem kjósa að vinna í leikskóla eru yfirleitt ekki að sækjast eftir peningum, því eins og foreldrar urðu líklega varir við í verkfallinu í vor eru kjör okkar sem vinnum við að leggja grunninn að mótun einstaklinga ekki beint eftirsóknarverð. Við eigum það því flest sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á uppeldi barna og fyrst og fremst gaman af starfi með börnum. Markmið mitt með þessum skrifum er ekki að fá launahækkun heldur langar mig að benda á vandamál sem mér fannst ekki fá nægilega mikið pláss í umræðunni nú í vor. Þegar ég ákvað að „tilfinningar“ yrðu þemað sem við myndum vinna með börnunum á deildinni á haustmánuðunum óraði mig ekki fyrir því að nokkrum vikum síðar ætti ég eftir að missa stjórn á eigin tilfinningum og sitja grátandi á gólfinu fyrir framan stóreygð þriggja og fjögurra ára börnin sem eiga hug minn og hjarta alla daga. Það er undarleg tilfinning að upplifa svo mikinn kvíða við tilhugsunina um að mæta í vinnuna að þú kýst frekar að vera heima á sama tíma og þú elskar vinnuna þína og myndir ekki vilja skipta henni út fyrir neina aðra vinnu. Hugsanirnar hringsnerust í höfðinu á mér á meðan ég náði vart andanum og titraði og skalf. Hvað er eiginlega að koma fyrir mig? Getur verið að ég sé að upplifa kulnun í starfi? Nei, það getur ekki verið, ég hef ennþá brennandi áhuga á að vinna með börnum. Hvað er þá að gerast? Af hverju er ég búin að vera svona þreytt? Af hverju er ég búin að ganga með kökk í hálsinum dögum saman? Það sem ég upplifði þarna var ekki einsdæmi, kennarar eru sú stétt sem leitar oftast til Virk starfsendurhæfingar vegna kulnunar í starfi og þar eru leikskólakennarar efstir á lista. Ég velti fyrir mér hvort um raunverulega kulnun sé að ræða í hefðbundinni merkingu þess hugtaks og hvort það megi ekki oftar tala um skort á starfsánægju þar sem til of mikils er ætlast af starfsfólkinu og því kennt um hluti sem ættu að skrifast á viðhorf og kröfur samfélagsins, ráðamenn og gallað kerfi. Kennsla og umönnun barna getur verið virkilega gefandi og skemmtileg og því er ólíklegt að fólk flæmist úr þessu starfi vegna þess hve lýjandi og krefjandi það sé að starfa með börnum. Viðhorf samfélagsins til kennarastéttarinnar og þeirra sem vinna umönnunarstörf speglast í lágum launum og lítilsvirðingu. Þeir sem leggja leið sína í leikskólakennaranám finna oft fyrir því að litið sé niður á námið, eins og fólk ætlist til meira af þeim en að ætla „bara að verða leikskólakennari“. Á sama tíma eru kröfurnar um faglegt starf í leikskólum að aukast með hverju ári eins og sjá má á lengd námsins. Þeir sem leggja leið sína í fimm ára háskólanám til þess að fá léleg laun og uppskera lítilsvirðingu í kaupbæti þurfa að hafa þykkan skráp og sterka sannfæringu um mikilvægi starfsins. Það sem mestu máli skiptir þó er hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem dvelja löngum stundum í leikskólanum. Vinnudagur barnanna er allt að níu klukkustunda langur. Níu klukkustundir í stöðugu áreiti, þar sem þau fá aldrei frið, ekki einu sinni nokkrar mínútur á klósettinu. Allt að 24 börn saman í of litlu rými sem þurfa að berjast um pláss og athygli tveggja til þriggja fullorðinna einstaklinga sem nú þegar hafa allt of mikið á sinni könnu. Fyrir utan að vanlíðan umönnunaraðila trufli næmni á þarfir og líðan barna er ómögulegt að fylgjast með og meta þroska hvers og eins barns í of stórum hópi. Með hverju barni sem bætist við á leikskóladeild aukast líkurnar á árekstrum þeirra á milli og þess vegna er mun meira um hegðunarvandamál sem strembið er að grípa inn í og einnig verður meiri áskorun að vinna að ákveðnum verkefnum. Börn þurfa almennt mun meira rými til að athafna sig og langvarandi viðvera ungra barna í of litlu rými og of stórum hóp getur haft neikvæð áhrif á geðtengsl. Með því að fækka börnum á hverri deild gefst betra tækifæri til samræðna, eftirfylgni og tengsla. Margir kennarar og fólk eins og ég upplifir sig ekki sem faglega starfsmenn þegar öll orkan fer í að slökkva elda, koma í veg fyrir árekstra og sinna hegðunarvanda í of stórum hópi barna. Tímanum gæti verið miklu betur varið í að vinna með áhuga barnanna, þroska þeirra og vel undirbúna kennslu. Í verkfallinu og fyrstu bylgju heimsfaraldursins í vor, þegar aðeins helmingur barna mætti í leikskólann, sá ég svart á hvítu að börnunum leið almennt mun betur. Sum þeirra, sem áður höfðu verið hlédræg og látið lítið fyrir sér fara, opnuðu sig í fyrsta sinn og blómstruðu í samskiptum við önnur börn og starfsfólk leikskólans. Í fyrsta skipti upplifði ég vinnudaga þar sem mér fannst mér hafa tekist að sinna þörfum allra en á sama tíma komist yfir öll önnur verkefni áður en deginum lauk, í stað þess að fara heim með þá tilfinningu að dagurinn þyrfti að vera helmingi lengri til þess að ég kæmist yfir verkefnastaflann og gæti farið heim með góða samvisku. Ég tek undir að mikilvægt sé að hafa leikskólana opna og að leikskólinn geti verið griðastaður fyrir börnin á erfiðum tímum eins og nú. Það er nú samt þannig að leikskólinn getur ómögulega verið griðastaður fyrir einn eða neinn ef starfsfólkinu líður ekki vel. Til þess að vera griðastaður fyrir börn þurfum við að vera úthvíld, vel nærð og í andlegu jafnvægi. Í þessari bylgju heimsfaraldursins hafa leikskólar þurft að keyra áfram eins og ekkert sé, með fullar deildir en mun færra starfsfólk. Mannekla er viðvarandi vandamál í leikskólum og ég þekki það á eigin skinni hvernig það er þegar hver einasti dagur er púsluspil sem gengur ekki upp vegna þess að það vantar einfaldlega of marga bita í púslið. Síðustu vikur hefur vandamálið aukist verulega vegna þess að starfsfólk leikskólanna fylgir tilmælum sóttvarnarteymisins og heldur sig heima þegar það er með kvef eða er í sóttkví. Þrátt fyrir það hefur ekki mátt fækka börnum eða ráða fleira fólk í afleysingar. Starfsfólk leikskólanna þarf því að hlaupa hraðar á hálftómum tanki til að slökkva elda og koma í veg fyrir átök í stað þess að geta einbeitt sér að þörfum hvers barns, dýpkað skilning þeirra, stutt við þroska og þannig stuðlað að barnvænu samfélagi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við teljum okkur búa í barnvænu samfélagi hér á Íslandi og kannski er það rétt, ef við miðum við samfélög þar sem ástandið er mun verra en við eigum að venjast. Mikil umræða hefur vaknað um fæðingarorlof að undanförnu. Við heyrum í fjölmiðlum að íslensk börn skora lægst í Evrópu í félagsfærni og að staða drengja fari versnandi í skólakerfinu. Sem foreldri vil ég það besta fyrir barnið mitt, fyrir utan að leggja mig sjálf fram í uppeldinu vil ég að dóttir mín njóti góðrar leiðsagnar í leikskólanum og fái síðar góða menntun. Hinn almenni vinnudagur Íslendinga er átta klukkustunda langur, við vinnum fimm daga vikunnar eða um tvöþúsund klukkustundir á ári. Flestir foreldrar búa við að þurfa að stunda fulla vinnu og jafnvel vinna yfirvinnu til að framfleyta fjölskyldunni. Fæðingarorlof brúar ekki bilið þar til börn fá pláss í leikskóla. Börn byrja stöðugt fyrr í leikskóla vegna kröfunnar um að brúa bilið og fjöldi barna á deildum eykst í takt við vöntun á plássi í leikskólum. Sífellt kemur betur í ljós að fyrstu árin í lífi einstaklinga skipta gríðarlega miklu máli þar sem grunnur er lagður að sýn þeirra á heiminn. Á fyrstu fimm árunum þroskast heili barnsins hraðar en á nokkru öðru æviskeiði. Börn læra hvernig á að takast á við tilfinningar sínar, hvernig samskipti virka og hvernig eigi að koma fram við aðra. Börn sem hafa alist upp í góðum tengslum við umönnunaraðila eiga auðveldara með að þola áreiti, geta betur sett sig í spor annarra, sýna meiri félagslega færni, eru líklegri til að leita sér hjálpar og taka síður þátt í eða verða fyrir einelti. Hlutfall leikskólakennara í leikskólum landins skal samkvæmt lögum vera mannað af leikskólakennurum í hið minnsta tveimur af hverjum þremur stöðugildum í leikskólum eða um 66% starfsfólks. Í tölum Hagstofunnar frá árinu 2016 var hlutfall leikskólakennara aðeins 31% á landsvísu. Hlutfallið er breytilegt bæði á milli skóla og ára en yfirleitt stenst það ekki lög. Ábyrgðin færist því yfir á ófaglærða leiðbeinendur sem hafa jafnvel enga reynslu af starfi með börnum eða hafa ekki náð góðum tökum á tungumálinu, en hún vegur þó þyngst hjá leikskólakennurum og fólki eins og mér, ófaglærðum deildarstjóra. Þeir sem kjósa að vinna í leikskóla eru yfirleitt ekki að sækjast eftir peningum, því eins og foreldrar urðu líklega varir við í verkfallinu í vor eru kjör okkar sem vinnum við að leggja grunninn að mótun einstaklinga ekki beint eftirsóknarverð. Við eigum það því flest sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á uppeldi barna og fyrst og fremst gaman af starfi með börnum. Markmið mitt með þessum skrifum er ekki að fá launahækkun heldur langar mig að benda á vandamál sem mér fannst ekki fá nægilega mikið pláss í umræðunni nú í vor. Þegar ég ákvað að „tilfinningar“ yrðu þemað sem við myndum vinna með börnunum á deildinni á haustmánuðunum óraði mig ekki fyrir því að nokkrum vikum síðar ætti ég eftir að missa stjórn á eigin tilfinningum og sitja grátandi á gólfinu fyrir framan stóreygð þriggja og fjögurra ára börnin sem eiga hug minn og hjarta alla daga. Það er undarleg tilfinning að upplifa svo mikinn kvíða við tilhugsunina um að mæta í vinnuna að þú kýst frekar að vera heima á sama tíma og þú elskar vinnuna þína og myndir ekki vilja skipta henni út fyrir neina aðra vinnu. Hugsanirnar hringsnerust í höfðinu á mér á meðan ég náði vart andanum og titraði og skalf. Hvað er eiginlega að koma fyrir mig? Getur verið að ég sé að upplifa kulnun í starfi? Nei, það getur ekki verið, ég hef ennþá brennandi áhuga á að vinna með börnum. Hvað er þá að gerast? Af hverju er ég búin að vera svona þreytt? Af hverju er ég búin að ganga með kökk í hálsinum dögum saman? Það sem ég upplifði þarna var ekki einsdæmi, kennarar eru sú stétt sem leitar oftast til Virk starfsendurhæfingar vegna kulnunar í starfi og þar eru leikskólakennarar efstir á lista. Ég velti fyrir mér hvort um raunverulega kulnun sé að ræða í hefðbundinni merkingu þess hugtaks og hvort það megi ekki oftar tala um skort á starfsánægju þar sem til of mikils er ætlast af starfsfólkinu og því kennt um hluti sem ættu að skrifast á viðhorf og kröfur samfélagsins, ráðamenn og gallað kerfi. Kennsla og umönnun barna getur verið virkilega gefandi og skemmtileg og því er ólíklegt að fólk flæmist úr þessu starfi vegna þess hve lýjandi og krefjandi það sé að starfa með börnum. Viðhorf samfélagsins til kennarastéttarinnar og þeirra sem vinna umönnunarstörf speglast í lágum launum og lítilsvirðingu. Þeir sem leggja leið sína í leikskólakennaranám finna oft fyrir því að litið sé niður á námið, eins og fólk ætlist til meira af þeim en að ætla „bara að verða leikskólakennari“. Á sama tíma eru kröfurnar um faglegt starf í leikskólum að aukast með hverju ári eins og sjá má á lengd námsins. Þeir sem leggja leið sína í fimm ára háskólanám til þess að fá léleg laun og uppskera lítilsvirðingu í kaupbæti þurfa að hafa þykkan skráp og sterka sannfæringu um mikilvægi starfsins. Það sem mestu máli skiptir þó er hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem dvelja löngum stundum í leikskólanum. Vinnudagur barnanna er allt að níu klukkustunda langur. Níu klukkustundir í stöðugu áreiti, þar sem þau fá aldrei frið, ekki einu sinni nokkrar mínútur á klósettinu. Allt að 24 börn saman í of litlu rými sem þurfa að berjast um pláss og athygli tveggja til þriggja fullorðinna einstaklinga sem nú þegar hafa allt of mikið á sinni könnu. Fyrir utan að vanlíðan umönnunaraðila trufli næmni á þarfir og líðan barna er ómögulegt að fylgjast með og meta þroska hvers og eins barns í of stórum hópi. Með hverju barni sem bætist við á leikskóladeild aukast líkurnar á árekstrum þeirra á milli og þess vegna er mun meira um hegðunarvandamál sem strembið er að grípa inn í og einnig verður meiri áskorun að vinna að ákveðnum verkefnum. Börn þurfa almennt mun meira rými til að athafna sig og langvarandi viðvera ungra barna í of litlu rými og of stórum hóp getur haft neikvæð áhrif á geðtengsl. Með því að fækka börnum á hverri deild gefst betra tækifæri til samræðna, eftirfylgni og tengsla. Margir kennarar og fólk eins og ég upplifir sig ekki sem faglega starfsmenn þegar öll orkan fer í að slökkva elda, koma í veg fyrir árekstra og sinna hegðunarvanda í of stórum hópi barna. Tímanum gæti verið miklu betur varið í að vinna með áhuga barnanna, þroska þeirra og vel undirbúna kennslu. Í verkfallinu og fyrstu bylgju heimsfaraldursins í vor, þegar aðeins helmingur barna mætti í leikskólann, sá ég svart á hvítu að börnunum leið almennt mun betur. Sum þeirra, sem áður höfðu verið hlédræg og látið lítið fyrir sér fara, opnuðu sig í fyrsta sinn og blómstruðu í samskiptum við önnur börn og starfsfólk leikskólans. Í fyrsta skipti upplifði ég vinnudaga þar sem mér fannst mér hafa tekist að sinna þörfum allra en á sama tíma komist yfir öll önnur verkefni áður en deginum lauk, í stað þess að fara heim með þá tilfinningu að dagurinn þyrfti að vera helmingi lengri til þess að ég kæmist yfir verkefnastaflann og gæti farið heim með góða samvisku. Ég tek undir að mikilvægt sé að hafa leikskólana opna og að leikskólinn geti verið griðastaður fyrir börnin á erfiðum tímum eins og nú. Það er nú samt þannig að leikskólinn getur ómögulega verið griðastaður fyrir einn eða neinn ef starfsfólkinu líður ekki vel. Til þess að vera griðastaður fyrir börn þurfum við að vera úthvíld, vel nærð og í andlegu jafnvægi. Í þessari bylgju heimsfaraldursins hafa leikskólar þurft að keyra áfram eins og ekkert sé, með fullar deildir en mun færra starfsfólk. Mannekla er viðvarandi vandamál í leikskólum og ég þekki það á eigin skinni hvernig það er þegar hver einasti dagur er púsluspil sem gengur ekki upp vegna þess að það vantar einfaldlega of marga bita í púslið. Síðustu vikur hefur vandamálið aukist verulega vegna þess að starfsfólk leikskólanna fylgir tilmælum sóttvarnarteymisins og heldur sig heima þegar það er með kvef eða er í sóttkví. Þrátt fyrir það hefur ekki mátt fækka börnum eða ráða fleira fólk í afleysingar. Starfsfólk leikskólanna þarf því að hlaupa hraðar á hálftómum tanki til að slökkva elda og koma í veg fyrir átök í stað þess að geta einbeitt sér að þörfum hvers barns, dýpkað skilning þeirra, stutt við þroska og þannig stuðlað að barnvænu samfélagi. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun