Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 18:31 Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira