Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:30 Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira