#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: ákall fyrir alþjóðlegan stuðning Stefanía Sigurðardóttir skrifar 22. október 2020 12:01 Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nígería Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar