Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2020 21:31 Á brún Krýsuvíkurbjargs í dag. Þessi sprunga er aðeins nokkra tugi metra frá bílastæðinu við bjargið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stórar bergfyllur hrundu úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag. Þá hefur virkni aukist í Engjahver við Krýsuvík og sterka brennisteinslykt leggur frá Grænavatni. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við Hælsvík er bjargið 30 til 60 metra hátt og þar er helsti áningarstaður ferðamanna, sem koma til að sjá fuglabjargið og horfa út á hafið. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu þar upp bráðabirgðalokun í gærmorgun við nýja sprungu. Á 7-8 stöðum þar í kring hafa nýjar sprungur opnast og eldri stækkað eftir skjálftahrinuna í fyrradag. Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hefur hrunið hér talsvert mikið úr berginu á mörgum stöðum og nýjar sprungur opnast,“ segir Óskar Sævarsson, landvörður í Reykjanesfólkvangi, um leið og hann bendir á eina af sprungunum. „Gamlar sprungur sem hafa verið að myndast síðustu árin hafa gliðnað.“ Á nokkrum stöðum má sjá ný sár í bjarginu. Fyrir miðri mynd má sjá brúnt sár í bjarginu og nýfallna grjóthrúguna fyrir neðan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það hafa hrunið hér niður á mörgum stöðum stórar og miklar fyllur. Það sem verra er: Hér er aðgengi flestra og þetta er alveg á bjargbrúninni og er mjög krítískt ástand, held ég, eins og staðan er núna. Enda er búið að bregðast við hér, svona fyrstu viðbrögð. En betur má ef duga skal og ljóst að það þarf að tryggja hér brúnina einhverja hundruð metra,“ segir Óskar. Varúðarskilti við Krýsuvíkurbjarg varar ferðamenn við bjargbrúninni bæði á íslensku og ensku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gamla varúðarskiltið á veginum að bílastæðinu er svo sannarlega enn í fullu gildi: „Varúð á bjargbrún,“ stendur þar. „Hér erum við að tala um tugi tonna af efni sem mun falla hér fram af berginu, bara í næsta skjálfta eða í þessum hræringum sem nú standa yfir." Þetta stykki klofnaði lengra frá berginu í skjálftanum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óskar hefur ekki séð miklar breytingar á hverum við Krýsuvík nema í Engjahver, sem oft er nefndur Stórihver. „Það er alveg greinileg einhver aukning á virkni í honum. Það mátti sjá það að kvöldi skjálftadags að gufustrókurinn úr honum var miklu meiri heldur en að öllu jöfnu.“ Og fnykur stóð af sprengigígnum Grænavatni. Grænavatn við Krýsuvík í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég hef aldrei fundið eins sterka brennisteinslykt á ævinni eins og var að kvöldi skjálftadags upp úr því vatni. En það kæmi mér nú ekki á óvart heldur ef það yrðu breytingar á vatnsstöðu Kleifarvatns. Það hefur gerst áður,“ segir landvörðurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00 Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31 Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22. október 2020 14:00
Fylgjast með hvort kvika sé á flæði undir Krýsuvík Reykjanesskaginn heldur áfram að nötra og hafa sjö skjálftar í dag mælst milli þrjú og fjögur stig. Jarðvísindamenn sjá þó skýr merki þess að dregið hafi úr hrinunni eftir stóra skjálftann í gær. 21. október 2020 21:31
Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum. 20. október 2020 21:52