Snjóflóðasafni í Flateyrarhöfn myndi stafa hætta af snjóflóðum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 07:59 Starfshópurinn sæi fyrir sér safnið svona. Varðskipið Ægir myndi þá vera við bryggju í Flateyrarhöfn. Starfshópur um Snjóflóðasafn á Flateyri Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram. Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram.
Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira