Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 23. október 2020 13:31 Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar