Hafna því að arðsemi sé yfir löglegum mörkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 13:53 Landsnet segir niðurstöðu minnisblað sem umrædd frétt var byggð á vera byggða á misskilningi. vísir/vilhelm Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets. Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Landsnet hafnar því að arðsemi fyrirtækisins sé yfir löglegum mörkum, eins og haldið var fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðs um viðskipta- og efnahagsmál í vikunni. Þar kom fram að yfirfærsla á eignastofni Landsnets yfir í Bandaríkjadali úr krónum árið 2011, hafi gert það að verkum að eignagrunnur tekjumarka fyrirtækisins, mælt í dölum hafi nærri tvöfaldaðist og þar af leiðandi reiknaður arður. Þetta hafi leitt til þess að arðsemi eigin fjár Landsnets hafi á árunum 2011 til 2018 verið yfir tuttugu prósent, sem sé yfir þeirri hámarksávöxtun sem Orkustofnun leyfir. Í yfirlýsingu frá Landsneti vegna fréttar Markaðarins segir að fá fyrirtæki sæti jafn ströngu eftirliti og Landsnet. Reksturinn sé yfirfarinn árlega og staðfestur af Orkustofnun. Leyfð arðsemi á hverju ári sé ákveðin af Orkustofnun. „Í ákvörðun um veginn fjármagnskostnað er sett viðmið um 45 prósent eiginfjárhlutfall en eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var á þessu tímabili mun lægra en ofangreint viðmið. Í þessu fólst ákvörðun um að heimila félaginu að byggja upp eigið fé til að tryggja rekstur þess og hagkvæmari fjármögnun til framtíðar. Landsnet hafnar því, eins og gefið er í skyn, að arðsemi Landsnets sé ekki innan löglegra marka,“ segir í yfirlýsingu Landsnets. Þá eru spurningamerki sett við vinnubrögð Summu rekstarfélags sem tók saman minnisblaðið sem frétt Markaðarins byggði á. Þar sé því haldið fram að tiltekið gengi bandaríkjadollars, 61 króna, sé notað til að umbreyta öllum eignum á árinu 2011. Þetta sé rangt að mati Landsnets því umrætt gengi hafi eingöngu verið notað til að umbreyta eignum sem til hafi verið í eignarstofni félagsins þann 31. júlí 2007 og eingöngu þeim eignum sem tilheyrt hafi gjaldskrá stórnotenda. Eftir það sé notað raungengi fjárfestinga við eignfærslu hvers árs samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og raforkulögum. „Yfirfærsla hluta eignastofns yfir í bandaríkjadollar leiddi því alls ekki til tvöföldunar á eignarstofni eins og haldið er fram í minnisblaði Summu og niðurstaða þeirra byggð á misskilningi og órökstuddum forsendum. Ákvörðun um yfirfærslu þessara eigna yfir í bandaríkjadollar var mikið rædd á sínum tíma. Hagaðilar komu að þeirri umræðu með mismunandi hagsmuni að leiðarljósi og lágu þær skoðanir fyrir áður en niðurstaðan var fest í lög af Alþingi.“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.
Orkumál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira