Hagfræði launaþjófnaðar Nanna Hermannsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun