Skuldar lögreglan þér bætur? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. október 2020 20:16 Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum. Um er að ræða þvingunarráðstafanir á borð við handtöku, líkamsleit, húsleit, líkamsrannsókn, fangelsun, gæsluvarðhald, eigur teknar og færðar í vörslur lögreglu, símhlustun, kyrrsetning eigna og fleira. Þessar þvingunarráðstafanir eru í eðli sínu taldar fela í sér brot á mikilvægum mannréttindum fólks, s.s. brot á friðhelgi einkalífs, persónufrelsi og eignarétti. Af þeim sökum hefur löggjafinn mælt fyrir um það að hver sá sem er beittur slíkum þvingunarúrræðum skuli alla jafna eiga rétt á skaðabótum, þ.e. hafi mál hans ekki endað með refsingu. Hér á landi virðast mjög fáir meðvitaðir um þennan rétt sinn til bóta og hvernig þeir eigi yfirhöfuð að sækja hann. Sem er ekki furða þar sem slíkt reynist jafnvel lögmönnum flókið og tímafrekt. Þetta er ólíkt því sem gerist í löndum okkur nærri þar sem þessi réttur til skaðabóta er mun skýrari. Víða eru jafnvel gefnar út reglur sem innihalda nákvæma fjárhæð fyrir hverja tegund þvingunar og mun auðveldara er fyrir borgarana að sækja bæturnar. Það sem verra er þá virðist almenningur og raunar lögreglan sjálf einnig illa að sér í reglunum er varðar þvingunarráðstafanirnar sjálfar. Það sjáum við af þeim fjölda frásagna sem okkur hafa borist og þeim málum sem við höfum nú þegar sótt er tengjast leit lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Sem dæmi þá virðist lögreglan fara mjög frjálslega með líkamsleitarheimild sakamálalaga og oft leita á fólki að því óspurðu, fyrir litlar sem engar sakir. Það dugar ekki að einstaka lögregluþjóni þyki einhver „grunsamlegur“ eða líklegri en aðrir til að vera með t.d. ólögleg vímuefni í fórum sér, heldur þarf að vera til staðar rökstuddur grunur þess efnis (auk annarra skilyrða). Séu skilyrðin uppfyllt þá þarf lögreglan alltaf líka að fá ótvírætt leyfi frá einstaklingnum sem hún vill leita á. Fái hún ekki leyfi þá þarf hún að sækja leyfi til dómara (dómsúrskurður). Hérna dugar hvorki þegjandi né þvingað samþykki. Í ljósi alls ofangreinds viljum við í Snarrótinni leggja okkar af mörkum og aðstoða fólk við að sækja sjálfsagðan rétt sinn til skaðabóta. Að auki erum við að vinna að ítarlegri réttindafræðslu fyrir almenning á mannamáli. Þannig vonumst við ekki bara til þess að almenningur sé upplýstari um réttindi sín og ófeimnara við að krefjast þess að þau séu virt, heldur einnig að framkvæmd lögreglunnar verði skýrari og samrýmdari. Til að byrja með bjóðum við öllum þeim sem hafa orðið fyrir þvingunarráðstöfunum lögreglunnar síðustu 4 árin fulla aðstoð við að sækja rétt sinn til skaðabóta. Skilyrði er að málið hafi endað með niðurfellingu eða sýknudóm, sem sagt ekki með refsingu. Við buðum þessa þjónustu í fyrrasumar í kringum Secret Solstice og nú þegar hefur fjöldi einstaklinga fengið greiddar bætur. Þetta er því raunhæfur möguleiki. Við hvetjum því alla sem telja sig eiga rétt á bótum eða vilja skoða þann möguleika að hafa samband við okkur í gegnum netfangið logmenn@snarrotin.is eða hér á Facebook. Höfundur skrifar fyrir hönd Snarrótarinnar - samtaka um skaðaminnkun og mannréttindi og er formaður hennar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun