Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. október 2020 12:13 Kristján Þór Júlíusson segir ekki sitt að dæma hvort um lögbrot hafi verið að ræða. Hann vonar af fólk læri af málinu. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni og fordæmir þau. Hann vonar að dreginn verði lærdómur af málinu. „Það er töluvert sárt að horfa upp á þetta svona. Ég þekki það bara af eigin reynslu, bæði sem gamall sjómaður og skipstjóri að það er ekkert mikilvægara um borð í sérhverju fiskiskipi heldur en heilsa og velferð skipverja og af umfjölluninni sem maður er að sjá að undanförnu um þetta mál að þá er alveg augljóst að þarna hafa menn farið freklega á svig við þessi grundvallaratriði,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Vonandi sé um einangrað tilvik sé að ræða. „Það er augljóst að þetta er mjög slæmt mál. Fyrirtækið átti að taka á þessu með allt öðrum hætti, en hins vegar vil ég trúa því að þetta sé einangrað tilvik því við höfum önnur tilvik í þessum faraldri þar sem grunur hefur komið um önnur smit um borð og brugðist hárrétt við.“ Kristjáni Þór er brugðið yfir viðbrögðunum. „Um leið og maður lýsir yfir undrun og fordæmir í raun þessi viðbrögð í þessu tiltekna máli þá sýna dæmin almennt að í aðstæðum sem þessum er brugðist rétt við.“ Hann segir það ekki hans að dæma um hvort lögbrot hafi verið framin. „Það er ekki mitt að dæma í því. Þau mál heyra ekki undir mitt ráðuneyti en ef það er ástæða til ákæru að þá vona ég svo sannarlega að það verði bara tekið upp á réttum stað,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. 25. október 2020 09:57
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38