Heræfingar í háloftum Íslands Guttormur Þorsteinsson skrifar 26. október 2020 08:31 Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Guttormur Þorsteinsson Akureyrarflugvöllur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að flugher Bandaríkjanna væri að æfa aðflug á Akureyrarflugvelli með tilheyrandi hávaða. Hávaðinn af orrustuþotum sem þessum stafar af því að þær þurfa að nota afturbrennara til að taka á loft, sem og til þess að brjóta hljóðmúrinn á flugi. Herþotur eru auðvitað ekki hannaðar til þess að lágmarka hávaða- og loftmengun eins og borgaralegar flugvélar því að loftbardagar krefjast mikillar hröðunar og gríðarlegrar brennslu eldsneytis. Þó engar opinberar tölur séu um eldsneytiseyðslu loftrýmisgæslunnar reiknast mér til að orrustuþotur eins og nú angra íbúa Keflavíkur og Akureyrar eyði jafnmiklu eldsneyti og 700 bílar. Og til hvers þurfum við að sitja upp með þessa mengun? Bandaríska herliðið sem er hér á landi er annsi fjölmennt eða 250 manns, og við það bætist enn fjölmennara lið kanadíska flughersins vegna kafbátaleitar. Maður gæti spurt sig afhverju séu svona margir hermenn hér á landi fyrst að herinn á að heita farinn en það er því miður ekki raunin. Árið 2008 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir loftrýmiseftirliti Nató þjóða til að tryggja „sýnilegar og trúverðugar varnir“ en tímabundnir og fyrirfram-auglýstir loftfimleikar eru bersýnilega ekki trúverðug vörn, og fyrir hverju þá? Enda er það augljóslega skilningur þeirra flugherja sem koma hingað að þetta séu fyrst og fremst spennandi æfingar við framandi aðstæður. Þá er hinsvegar erfiðara að skilja afhverju íslenskir skattgreiðendur ættu að niðurgreiða þær. Kafbátaeftirlitið tengist svo aukinni áherslu Bandaríkjanna og Nató á norðurhöf eftir því sem siglingaleiðir opnast vegna ört bráðnandi hafíss. Ísland hefur verið fært inn á svæði nýstofnaðs annars flota Bandaríkjahers og bæði hann og íslensk stjórnvöld hyggja á framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli til að styðja hann og hýsa enn fleiri hermenn. Þessar skuldbindingar undirgengust íslensk stjórnvöld í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur með leynilegri bókun við varnarsamninginn sem aldrei kom til umræðu fyrir Alþingi, hvað þá meðal almennings. Fjármálaætlun næstu þriggja ára gerir ráð fyrir auknum útgjöldum til varnarmála til að standa undir þessu. Þetta gengur þvert gegn hagsmunum Íslands af friði á norðurslóðum. Eltingaleikur við kafbáta Rússa gerir kjarnorkuslys í landhelginni einungis líklegra og vígvæðing norðurhafa eykur enn frekar á spennu sem hefur blessunarlega verið lítil síðan Kalda stríðinu lauk. Leggjum frekar áherslu á að draga úr ónauðsynlegum og umhverfisspillandi heræfingum á og í kringum Ísland. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun