Harma að konur hafi sætt ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 15:00 Frá Hamad-alþjóðaflugvellinum í Doha. Getty/Exithamster/Barcroft Media Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum. Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum.
Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira